Framboðslisti

XU2022_22-2.jpg

Margrét Þórarinsdóttir

1. sæti

Bæjarfulltrúinn, flugfreyjan og félagsráðgjafinn.

Margrét hefur setið í bæjarstjórn Reykjanesbæjar sl.4 á. Hún er fædd í Reykjanesbæ 1967 og hefur verið búsett þar alla tíð.  Hún er ekkja en eiginmaður hennar Pétur Pétursson Osteopati, féll frá 2016.  Þau eiga tvö börn, Töru Lynd fædd árið 2000 og Magnús fæddur 2002. Margrét hefur verð ötull talsmaður barna, aldraðra og annarra sem minna mega sín í samfélaginu.  Hún berst fyrir íbúalýðræði og að allar stórar ákvarðanir er varða samfélagið okkar fari í íbúakosningu. Hún hefur gagnrýnt stjórnsýslu bæjarins þegar kemur að launakostnaði en hann hefur aukist töluvert á kjörtímabilinu hjá æðstu stjórnendum. Margrét hefur víðtæka reynslu í mannauðsstjórnun auk þess að búa yfir menntun félagsráðgjafa. 
Það mun án efa nýtast henni til umbóta í þeim málefnum sem við Reyjanesbæ blasa á komandi misserum.

XU2022_01-2.jpg

Gunnar Felix Rúnarsson

2. sæti

Gunnar Felix Rúnarsson er 55 ára verslunarmaður, fæddur og uppalinn Keflvíkingur, giftur Örnu Hrönn Sigurðardóttur og faðir fjögurra barna á aldrinum 14-28 ára.  Þau hjóin hafa verið með verslunarrekstur í Njarðvík til 16 ára, þar sem Gunnar hefur staðið kassavaktina, alltaf til í létt spjall.  Gunnar brennur fyrir heiðarlegu og góðu samfélagi þar sem íbúalýðræði fær að njóta sín.  Eftir fjögur ár í pólitík er Gunnar sannfærður um að hægt sé að gera betur.

XU2022_04-2.jpg

Rannveig Erla Guðlaugsdóttir

3. sæti

Bókari og fyrrv. kennslustjóri hjá Keili.
Rannveig Erla Guðlaugsdóttir er 44 ára, fædd á HSS og uppalin í Innri-Njarðvík. Eiginmaður Erlu er Leó Ingi Leósson, Siglfirðingur og einstakur ráðgjafi fjölskyldunnar í tæknimálum. Saman hafa þau alið upp fjóra einstaka drengi á aldrinum 11-24 ára og að auki eru þau svo lánsöm að eiga tvö barnabörn á aldrinum 2 og 5 ára. Erla er með B.A gráðu í Alþjóðafræði frá Háskólanum á Bifröst og hefur stundað nám í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Erla hefur haft hina ýmsu starfstitla, svo sem eins og þjónustufulltrúi, kennslustjóri og verkefnastjóri. Áhugamál hennar eru ljósmyndun, útivera, dýr og ferðalög en umfram allt elskar Erla að umvefja sig fjölskyldu og vinum. Erla vill gjarnan sjá umbætur á HSS, Ásbrú og ekki þætti henni verra ef hún gæti eitthvað gert fyrir hunda og kisur Reykjanesbæjar. Það er alltaf svigrúm til umbóta.

XU2022_05-2.jpg

Úlfar Guðmundsson

4. sæti

Lögmaður.
Úlfar er fæddur og uppalinn í Garðinum.  Hefur s.l. 22 ár búið í Reykjanesbæ og er í sambúð með Þórdísi Elínu Kristinsdóttur félagsráðgjafa og eiga þau til samans 7 börn á aldrinum 4 - 21 ára.  Úlfar hefur starfað sem lögmaður í Reykjanesbæ s.l. 10 ár og er í samrekstri um Lögmannsstofu Reykjaness.  Hann útskrifaðist með Ml. gráðu frá Háskólanum á Bifröst 2011 og öðlaðist málflutningsréttindi 2012.  Úlfar telur að það þurfi að forgangsraða verkefnum bæjarins betur en gert er í dag.  Úlfar brennur fyrir fjölskyldu-  og velferðarmálum og sérstaklega fyrir umbótum í þeim efnum.  Reykjaneshöfn og atvinnumál eru honum hugleikin.

XU2022_07-2.jpg

Jón Már Sverrisson

5. sæti

Vélfræðingur og rafvirki.

Jón Már Sverrisson er fæddur og uppalinn Keflvíkingur, fyrrum vélstjóri á togurum og loðnuskipum
á Suðurnesjum meðan kvóti var til þar.  Auðæfi Jóns felast í þremur börnum hans og barnabarni.
Hann hefur starfað síðastliðin 14 ár hjá HS Orku sem vélfræðingur og rafvirki.  Atvinnumál í
Reykjanesbæ eru Jóni hugleikin. Hann vill sjá meiri fjölbreytni því ekki er gott að hafa öll eggin í
sömu körfunni. Þá ber einnig að líta til umhverfismála í kringum atvinnustarfsemi sem og velferð

allra bæjarbúa varðandi þjónustu, aðbúnað, menntun og heilsugæslu.

XU2022_10-2.jpg

Kristbjörg Eva Halldórsdóttir

6. sæti

Flugfreyja

XU2022_14-2.jpg

Michal Daríusz Maniak

7. sæti

Michal hefur búið ásamt konu sinni Edytu og tveim börnum í Reyjanesbæ í 11 ár.  Michal stofnaði fyrirtæki sitt M og M Steinslípun 2013.  Michal hefur verið tengdur íþróttum alla tíð og vill auka
fjölbreytni og aðgengi allra til að stunda íþróttir.  Hann telur brýnt að lengja og auðvelda barna- og unglingastarf utan skóla.  Málefni aldraðra telur Michal vera forgangsverkefni. Hann segir óásættanlegt að loka fyrir heita máltíð barna í skólum vegna bágrar fjárhagsaðstöðu foreldra. Öryggismál á götum úti eins og hraðahindranir eru ofarlega á forgangslista Michal sem og að fjölga bekkjum og gera Reykjanesbæ meira aðlaðandi. Michal segir "Ef þú kjósandi góður hefur ekki fundið þinn frambjóðanda og ef þú vilt breytingar til batnaðar í samfélaginu okkar þá er ég tilbúinn til fái ég þitt traust".

villi.jpg

Vilhjálmur Kristinn Eyjólfsson

8. sæti

Flugþjónn.
Vilhjálmur Kristinn er 21 árs, fæddur og uppalinn í Njarðvík. Hann hefur alla tíð æft knattspyrnu af kappi, fyrst með UMFN og síðar Keflavík. Vihjálmur útskrifaðist af raunvísindabraut FS og starfar nú sem flugþjónn hjá Icelandair ásamt því að vera í flugnámi. Eftir að hann útskrifaðist úr FS vann hann sem stuðningsfulltrúi í Háaleitisskóla á Ásbrú og í félagsmiðstöðinni þar. Hann hefur einnig verið liðveitandi hjá velferðarsviði í nokkur ár. Vilhjálmur hefur mikinn áhuga á íþrótta- og tómstundastarfi, sér í lagi því sem viðkemur ungmennum okkar á Ásbrú.

Original.png

Karen Guðmundsdóttir

9. sæti

Húsmóðir

XU2022_23-2.jpg

Þorvaldur Helgi Auðunsson

10. sæti

Þorvaldur Helgi er 49 ára, fæddur og uppalinn í Keflavík, og er búsettur í Njarðvík. Hann er giftur Eiríku Guðrúnu Magnúsdóttur og saman eiga þau þrjú börn á aldrinum 14-20 ára, plús tvo ketti. Hann hefur B.Sc. gráðu í iðnaðartæknifræði frá Tækniháskóla Íslands, M.Sc. í verkfræði frá Lund University og M.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri. Reynsla hans og störf hafa fyrst og fremst verið á sviði brunavarna hjá hinu opinbera og svo störf innan aðfangakeðjunnar. Við stóriðju starfaði hann einnig á árum áður eða í um 10 ár, þá bæði í áliðnaðinum og í kísilframleiðslu. Störf hans hafa verið bæði innanlands og erlendis og eru enn. Atvinnumál, umönnun eldri borgara og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru þau mál sem líta þarf sér nær, að öðrum ólöstuðum!

XU2022_25-2.jpg

Tara Lynd Pétursdóttir

11. sæti

Tara Lynd Pétursdóttir er 22 ára, fædd og uppalin í Reykjanesbæ.  Hún á hundinn Kobe sem er Pug og fær hann alla hennar ást og umhyggju.  Tara útskrifaðist úr Fjölbrautarskóla Suðurnesja árið 2020 og hóf strax nám í Félagsfræði við Háskóla Íslands.  Hún hefur unnið samhliða námi frá ungum aldri og þar á meðal með börnum með fatlanir.  Í dag starfar Tara í öryggisleit Isavia samhliða náminu.  Hún hefur áhuga á útivist, hreyfingu, körfubolta og að liggja í sólbaði. Tara er ung kona sem ætlar sér stóra hluti en hún vill gjarnan fjölga ruslatunnum hér í bæ þar sem hún er orðin þreytt á að ganga með hundakúk í poka langar leiðir.

XU2022_28-2.jpg

Júlíana Þórdís Stefánsdóttir.

12. sæti

Kerfisstjórnandi og þjálfari.
Júlíana Þórdís er uppalin að mestu í Keflavík, með einn uppkomin Róbert Salvar 22 ára og annan sem heldur henni vel við efnið, Salvar Thor 2 ára og ekki má gleyma kettinum Emmu.
Júlíana hefur starfað hjá Icelandair frá 15 ára aldri til dagsins í dag, í ýmsum deildum innan Icelandair og sótt námskeið og kvöldskóla. Starfar hún nú sem kerfisstjórnandi hjá Icelandair. Einnig er Júlíana þjálfari í Sporthúsinu Reykjanesbæ.
Júlíana vil gjarnan sjá umbætur á HSS í heild sinni og væri frábært að sjá einnig umbætur hvað varðar einstæða foreldra. Það er alltaf pláss fyrir umbætur.

XU2022_16-2.jpg

Una Guðlaugsdóttir

13. sæti

Una Guðlaugsdóttir er 49 ára, fædd í heimahúsi og uppalin í Innri-Njarðvík. Eiginmaður Unu er Eðvald Heimisson en hann þekkja margir sem Ella málara í Slippfélaginu. Una og Elli hafa saman alið upp tvö yndisleg börn á aldrinum 16 og 24 ára. Una er menntaður danskennari og vann til fjölda ára sem flugfreyja en núna vinnur Una hjá Vinnumálastofnun Suðurnesja. Una er mikill fagurkeri og eru hennar helstu áhugamál lestur góðra bóka og eldamennska þar sem hún stendur við eldavélina umvafin fjölskyldu og vinum á góðri stundu. Una vil gjarnan sjá umbætur í atvinnumálum í Reykjanesbæ. Það er svo sannarlega hægt að gera betur þar.

XU2022_12-2.jpg

Harpa Björg Sævarsdóttir

14. sæti

Harpa Björg Sævarsdóttir er 47 ára Reykjanesbæingur, gift Jóni Björgvini Björnssyni og saman eiga þau þrjú börn á aldrinum 11- 22 ára, auk þess sem Jón á 24 ára dóttur.  Harpa er með B.Sc. gráðu í Viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og M.Acc. gráðu frá Háskólaum í Reyjavík.  Harpa er eignadi Plús ehf. - bókhaldsþjónustu og ráðgjafafyrirtækis sem stofnað var 2019 en áður starfað hún sem skrifstofustjóri, fjármálastjóri og forstöðmaður reikningshalds svo eitthvað sé nefnt. Harpa hefur í fyrri störfum sínum kynnst rekstri á sjávarútvegsfyrirtækjum, orkufyrirtækjum, menntastofnunum og lífeyrissjóðum. Þau hjónin hafa rekið saman trésmíðafyrirtæki undanfarin 20 ár. Harpa hefur áhuga á hreyfingu og heilsu, allskyns list, handverki og garðrækt.
Hún vill gjarnan sjá umbætur í lífæðum Reykjanesbæjar.  Það er alltaf hægt að gera betur.

XU2022_18-2.jpg

Rúnar Lúðvíksson

15. sæti

​Rúnar Lúðvíksson og er 68 ára gamall, fæddur 20. desemer 1943.  Ég er giftur Fríðu Felixdóttur og höfum við allan okkar búskap búð í Keflavík.  Við eignuðumst fjögur börn, Lúðvík, Gunnar Felix, Guðrúnu Björk og Særúnu Ásu.  Ég lauk aðeins gagnfræðiskóla á sínum tíma en síðan hef ég sótt sumarnám í verslunarfræðum við Samvinnuskólann á Bifröst, lokið námi við Lögregluskóla ríkisins og fjölda námskeiða um margvísleg málefni og réttindi. Árið 1974 var ég ráðinn sem lögreglumaður í umdæmi Sýslumannnsins í Keflavík og starfaði þar í 20 ár, ásamt því að reka og kaupa verslunina Hólmgarð. Árið 2015 keypti ég verslunina Fíakaup í Njarðvík og rak hana undir nafninu Kostur þar til sonurinn Gunnar Felix tók við. Þá var meiningin að njóta efri áranna en það varð lítið úr því og enn er ég að líta við í versluninni og tek þá gjarnan til hendinni á skrifstofu verslunarinnar.  Ég hef tekið þátt í félagsstörfum innan lögreglunnar og sat ég í stjórn Landssambands lögreglumanna í eitt kjörtímabil. Sem ungur maður var ég einn af stofnendum Lúðrasveitar Keflavíkur og spilaði með henni í all mörg ár.  Nú sem stendur gegni ég formennsku í húsfélagi og er áhugasamur um hvers konar umbætur, ekki síst í okkar bæjarfélagi.